Innlent

Afhending á rafmagni tefst

Borun vegna gangagerðar við Kárahnjúkavirkjun hefur miðað óvenju hægt undanfarnar vikur. Sprunga varð á leið eins af borunum þremur og þarf að steypa í hana áður en unnt er að bora lengra.

Landsvirkjun samdi um afhendingu fyrstu raforku til álvers Alcoa á Reyðarfirði þann 1. apríl á næsta ári. Það mun dragast, en fullnaðarafhending rafmagns er þó enn dagsett þann 1. október. Að sögn Þorsteins Hilmarssonar upplýsingafulltrúa er verkið þó hvorki á eftir áætlun, né yfir kostnaðar­áætlun vegna tafanna. Nokkurra milljarða svigrúm hafi verið gefið vegna ófyrirséðs kostnaðar og hafa aðgerðir vegna misgengja og sprungna verið helstu ófyrirséðu framkvæmdirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×