Innlent

Fóru í gegnum varnargirðingu

grjóthnullungur úr óshlíðinni
Eins og sjá má var ekki um neina smá steina að ræða.
grjóthnullungur úr óshlíðinni Eins og sjá má var ekki um neina smá steina að ræða. MYND/Kári

Lögreglunni í Bolungarvík var tilkynnt um töluvert grjóthrun úr Óshlíðinni um eittleytið í fyrrinótt.

Þegar lögregla kom á staðinn sá hún hvar fjórir stórir hnullungar lágu á veginum. Að sögn lögreglu voru steinarnir um einn og hálfur metri að breidd og hæð og höfðu þeir farið tiltölulega auðveldlega í gegnum járnnet, sem búið er að setja upp við hlið vegarins til varnar grjóthruni sem þessu.

Ekki þarf að spyrja að leikslokum ef bíll hefði verið á ferðinni um hlíðina þegar steinarnir ultu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×