Lífið

Ingó leysir Magna af

Ingólfur Þórarinsson mun leysa Magna Ásgeirsson af í hljómsveitinni Á móti sól.
Ingólfur Þórarinsson mun leysa Magna Ásgeirsson af í hljómsveitinni Á móti sól.
Ingólfur Þórarinsson, Ingó úr Idol, mun syngja í fyrsta sinn með hljómsveitinni Á móti sól á hestamannaballi í Vík í Mýrdal í kvöld.

Ingó hleypur í skarðið fyrir Magna Ásgeirsson, sem var nýverið valinn í 15 manna lokaúrtak fyrir bandaríska sjónvarpsþáttinn Rockstar: Supernova.

Ingó mun jafnframt syngja með sveitinni á humarhátíð í Höfn í Hornafirði um næstu helgi. Eftir það ætlar Á móti sól að taka sér frí þangað til Magni kemur heim frá Bandaríkjunum.

Upphaflega ætlaði Magni að syngja með hljómsveit sinni á þessum tveimur böllum en eftir að för hans út var flýtt þurfti að fá nýjan söngvara til að leysa hann af.

Á meðan Magni verður úti ætla hinir meðlimir Á móti sól að vinna að gerð sjöundu plötu sveitarinnar. Fara upptökur fram á Jótlandi í Danmörku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×