Erlent

Oprah Winfrey fær tilnefningu

Nóbelsverðlaun. Sá sem hlýtur friðarverðlaun Nóbels hreppir verðlaunagrip sem þennan.
Nóbelsverðlaun. Sá sem hlýtur friðarverðlaun Nóbels hreppir verðlaunagrip sem þennan.
Tilnefningar til friðarverðlauna Nóbels árið 2006 eru 191 talsins. Aðeins einu sinni áður hafa fleiri verið tilnefndir, en það var í fyrra þegar 199 voru tilnefndir.

Í ár eru 168 einstaklingar tilnefndir og 23 samtök eða stofnanir. Meðal þeirra sem fá tilnefningu í ár eru Martti Ahtisaari, fyrrverandi forseti Finnlands, og Susilo Bambang Yudhoyono, forseti Indónesíu, fyrir friðarumleitanir sínar á Súmötru. Rokkstjörnurnar Bob Geldof og Bono hafa jafnframt verið tilnefndar.

Þá þykir líklegt að bandaríska sjónvarpskonan Oprah Winfrey hafi verið tilnefnd, sem og Hugo Chaves, forseti Venesúela, Hjálpræðisherinn og Oxfam.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×