Innlent

Tveir saksóknarar

Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannesarsonar, efast um það að það standist lög um meðferð opinbera mála, að sú staða geti komið upp í Baugsmálinu, að tvö mál verði rekin af tveimur saksóknurum. Embætti ríkissaksóknara hefur nú tekið við meðferð þeirra þrjátíu og tveggja ákæruliða í Baugsmálinu sem Hæstiréttur vísaði frá, en saksóknari í efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra heldur áfram með þá átta ákæruliði sem eftir standa. Gestur segir telja að í lögum um opinber mál sé gert ráð fyrir að mál séu annað hvort í ríkislögreglustjóra eða ríkissaksóknara. Sú staða getur nú orðið að úr þessu verði tvö mál með tveimur saksóknurum. Hann telur ekki eðlilegt að menn séu að verjast á mörgum stöðum í einu. Gestur segir að málið verði kannað en ekki sé við skýr fordæmi að styðjast. >


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×