Erlent

Fimm létust í sprengjuárásum

Piltar virða fyrir sér verksummerki sprengjuárásar í Bagdad.
Piltar virða fyrir sér verksummerki sprengjuárásar í Bagdad. MYND/AP

Að minnsta kosti fimm manns létust í fimm bílsprengjum í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Hryðjuverkum hefur fjölgað í landinu og segja Al Qaida-liðar að þannig verði það þar til samtökin hafi náð fullum völdum í landinu.

Þá særðust 15 manns í tilræðunum. Fjöldi sprengja hefur sprungið í landinu í morgun. Þá féllu einnig fimm lögreglumenn í skotárás uppreisnarmanna við eftirlitsstöð norður af borginni í morgun og maður skotinn til bana þegar hann var að keyra börn sín í skólann. Þá var kennari var drepinn í vesturhluta borgarinnar.

Virðist því sem ofbeldisverkum sé að fjölga á ný eftir kosningarnar í landinu þann 15. desember síðastliðinn. Hryðjuverkasamtökin Al Qaida hafa sagt að árásum muni enn fara fjölgandi í landinu þar til samtökin hafa náð völdum og Bandaríkjamenn eru á bak og burt. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna hefur sagt að til standi að fækka í herliðið Bandaríkjamanna þar sem Írakar hafi náð tökum á ýmsum vandamálum í landinu. Bush Bandaríkjaforseti hefur þó sagt að á meðan ástandið er ótryggt verði herinn í Írak en búist er við að góð tíu ár taki að koma lífi í eðlilegt horf.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×