Innlent

Björgólfur Thor fjárfestir ársins í Búlgaríu

MYND/Vilhelm

Björgólfur Thor Björgólfsson var í gærkvöldi útnefndur fjárfestir ársins í Búlgaríu af búlgarska ríkisútvarpinu. Fyrirtæki Björgólfs Thors, Novator, fjárfesti nýverið í búlgarska landssímanum, BTC, og námu þau viðskipti nærri 100 milljörðum íslenskra króna. Fyrr á árinu keypti Novator 34% hlut í EI Bank en hann er áttundi stærsti bankinn í Búlgaríu með heildareignir upp á nærri 50 milljarða íslenskra króna. Allt frá árinu 1999 þegar Björgólfur Thor leiddi kaup Pharmaco á búlgarska lyfjafyrirtækinu Balkanpharma hefur hann verið virkur þátttakandi í búlgörsku atvinnulífi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×