Innlent

Gengisvísitala veiktist um eitt prósent í gær

Gengisvísitala krónunnar veiktist um eitt prósent í gær og fór í 102,8 stig. Eiríkur Guðnason, bankastjóri Seðlabanka Íslands, segir að lækkunin eigi ekki að koma neinum á óvart. Um litla breytingu sé að ræða en krónan hafi verið mjög sterk undanfarið. Þrátt fyrir að krónan hafi veikst um 2,2 prósent síðastliðina tvo daga er hún enn mjög há í sögulegu samhengi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×