Innlent

Söluaukning um 13,3 prósent

Sala Marels fyrstu níu mánuði þessa árs nam 94,3 milljónum evra, eða jafnvirði 7,5 milljarða íslenskra króna. Þetta er um 13,3 prósenta aukning frá fyrra ári.

Rekstrarhagnaður var 8,4 milljónir evra og er það níu prósent af sölutekjum samanborið við 9,2 milljónir evra árið áður. Hagnaður var rétt rúmlega fimm milljónir samanborið við rúmlega sex milljónir í fyrra.

Rekstrarhagnaður, EBITDA, þriðja ársfjórðungs var 2,1 milljónir, eða sem nemur 165 milljónum króna, samanborið við 2,8 milljónir evra, eða 247 milljónir króna í fyrra.

Rekstrarhagnaður á þriðja ársfjórðungi 2005 er sá næstbesti í sögu fyrirtækisins.

Þetta kemur fram í níu mánaða uppgjöri Marels.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×