Sport

James á skilið annað tækifæri

NordicPhotos/GettyImages

Stuart Pearce segir að markvörður sinn David James eigi skilið að fá annað tækifæri með enska landsliðinu eftir góða frammistöðu með City undanfarið. James hefur ekki hlotið náð fyrir augum landsliðsþjálfarans síðan í stórtapi Englendinga fyrir Dönum í ágúst.

"David er búinn að leika frábærlega fyrir okkur það sem af er og að mínu mati á hann skilið að vera í hópnum. Ég get ekki séð annað en að hann sé einn af þremur bestu markvörðum Englendinga í dag," sagði Pearce.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×