Innlent

Prófkjör Samfylkingar í Hafnarfirði

MYND/Stefán Karlsson

Næstkomandi laugardag fer fram lokað prófkjör hjá Samfylkingunni í Hafnarfirði. Nú þegar eru tvö þúsund manns á kjörskrá og leyfilegt er að skrá sig í flokkinn fram að kjörfundi. Kjörfundur hefst klukkan tíu og stendur til sex og kjörgengir eru þeir sem orðnir eru sextán ára á kjördag.

Samfylkingin hefur nú hreinan meirihluta í bæjarstjórn, með sex fulltrúa af ellefu. Tuttugu og tveir eru í framboði og ljóst er að aðalbaráttan verður um efstu átta sætin. Núverandi bæjarstjóri Lúðvík Geirsson býður sig fram í fyrsta sæti og bæjarfulltrúinn Ellý Erlingsdóttir í annað sæti. Þau eru talin nokkuð örugg um sín sæti og því verður baráttan aðallega um þriðja sæti og síðan sætin þar fyrir neðan. Athygli vekur að einn bæjarfulltrúa Gunnar Svavarsson býður sig í baráttusætið, það sjötta.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×