Innlent

Hlutafjáraukning hjá FL Group

FL Group hefur gert samning við Landsbankann um viðskiptavakt á útgefnum hlutabréfum félagsins. Tilgangurinn með viðskiptavaktinni er að efla viðskipti með hlutabréf FL Group í Kauphöll Íslands í því skyni að verðmyndun verði með skilvirkum og gegnsæjum hætti.

Landsbankinn mun daglega setja fram, í eigin reikning, kaup- og sölutilboð í hlutafé FL Group, að lágmarki fimm hundruð þúsund að nafnvirði. Hámarksfjárhæð viðskipta sem Landsbankinn er skuldbundinn til að kaupa eða selja skal vera sjötíu milljónir króna að markaðsvirði á dag.

FL Group er einnig með samning um viðskiptavakt við KB banka.

Hlutafé í FL Group verður aukið um fjörutíu og fjóra milljarða króna að markaðsvirði. Þar með er talið hlutafé sem afhent verður sem hluti kaupverðs í skiptum fyrir hluti í Sterling flugfélaginu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×