Sport

Fyrsti sigur Everton í 2 mánuði

Danien Johnson (t.v.) og markaskorarinn Simon Davies í leiknum í dag.
Danien Johnson (t.v.) og markaskorarinn Simon Davies í leiknum í dag. MYND/Getty
Everton vann sinn annan sigur á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar liðið vann 0-1 útisigur á Birmingham. Simon Davies skoraði eina mark leiksins á 43. mínútu fyrir Everton sem hafði ekki unnið leik í deildinni síðan 21. ágúst þegar 1-0 sigur vannst á Bolton. Með sigrinum lyfti Everton sér úr botnsæti deildarinnar upp í 18. sæti og er með 7 stig.

Chelsea vann Blackburn 4-2 og lék Eiður Smári síðustu 12 mínúturnar með Chelsea en hann kom inn á af bekknum fyrir Joe Cole. Staðan í hálfleik var 2-2 eftir að Chelsea hafði komist í 2-0. Craig Bellamy skoraði bæði mörk Blackburn en Frank Lampard tvö fyrir Chelsea og þeir Didier Drogba og Joe Cole eitt mark hvor.

Liverpool vann 2-0 sigur á West Ham þar sem Xabi Alonso og Boudewijn Zenden skoruðu. Charlton mistókst að endurheimta 2. sæti deildarinnar en Hermann Hreiðarsson sem lék að venju allan leikinn með Charlton, töpuðu heima fyrir Bolton, 0-1. Kevin Nolan skoraði eina mark leiksins á 71. mínútu.

Þá vann Portsmouth 4-1 útisigur á Sunderland þar sem Matthew Taylor skoraði tvívegis fyrir gestina sem lentu undir á 4. mínútu en Zvonimir Vukic og Dario Silva eitt mark hvor.

Chelsea er efst með 31 stig eða 9 stiga forskot á toppi deildarinnar, Wigan kemur næst með 22 stig, Tottenham í 3. sæti með 20 stig og Bolton í 4. sæti einnig með 20 stig. Charlton er í 5. sæti með 19 stig og Man Utd sem nú á útileik gegn Middlesboro er í 6. sæti með 18 stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×