Sport

Benitez ætlar að kaupa leikmenn

NordicPhotos/GettyImages

Rafa Benitez ætlar að kaupa miðvörð og hægri kantmann þegar félagaskiptaglugginn í enska boltanum opnast í janúar og segir að það hafi verið mistök að tryggja sér ekki leikmenn í stöðurnar í sumar.

"Við getum ekki spólað til baka, svo við verðum að reyna að leiðrétta þessi mistök í janúar. Við þurfum nauðsynlega að bæta við okkur mannsskap í nokkrum stöðum og þá sérstaklega í vörn og á miðjunni. Útsendarar okkar eru á fullu í að reyna að finna góða leikmenn og ég er viss um að við finnum menn sem vilja koma til jafn góðs liðs og Liverpool," sagði Benitez.

Liverpool er aðeins í þrettánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur tapað tveimur síðustu leikjum sínum í deild og bikar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×