Innlent

Býst við að taka ákvörðun

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segist ekki sjá neitt annað í spilunum en að hann taki ákvörðun um nýjan saksóknara sem taka á við þeim 32 ákæruatriðum í Baugsmálinu sem Bogi Nilsson ríkissaksóknari sagði sig frá fyrir helgi. Þetta sagði ráðherrann í Silfri Egils á Stöð 2 fyrr í dag. Efasemdir hafa komið upp um hæfi Björns til að fjalla um málið, m.a vegna skrifa hans á heimasíðu sína um Baugsmálið, þar á meðal að réttarkerfið hefði ekki sagt sitt síðasta orð í málinu. Í Silfri Egils á stöð 2 í dag sagði Björn að hann þyrfti í öllum málum sem koma inn á hans borð að taka afstöðu til þess hvort hann væri hæfur til þess að fjalla um þau og sama gilti um þetta mál. Hann sagði að menn yrðu að benda á með nákvæmni hvar hann hefði gert sig vanhæfan með skrifum sínum. Málið væri stórt og fjalla yrði um það af alvöru og taka afstöðu til þess á grundvelli allra þeirra reglna sem mönnum bæri að hlíta.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×