Innlent

Ekki hægt að sjá hver sendi gögn

Sigurjón M. Egilsson, fréttaritstjóri Fréttablaðsins, segir ekki hægt að sjá af tölvupóstum, sem fulltrúar Sýslumannsins í Reykjavík lögðu hald á í hádeginu, hver hefði látið Fréttablaðið hafa þá. Ef svo væri hefði blaðið eytt þeim frekar en að afhenda þá segir Sigurjón. Tölvupóstarnir sem um ræðir eru þeir sem Fréttablaðið hefur byggt fréttir sínar af aðdraganda Baugsrannsóknarinnar á. Fulltrúar sýslumanns komu á ritstjórn Fréttablaðsins rétt fyrir hádegi með lögbannsúrskurð á frekari birtingu upplýsinga úr tölvupóstunum, að beiðni Jónínu Benediktsdóttur. Þeir funduðu með Sigurjóni M. Egilssyni fréttaritstjóra, Gunnari Smára Egilssyni, forstjóra 365 miðla, og Einari Þór Sverrissyni, lögmanni 365 miðla. Niðurstaða þess fundar var að blaðið afhenti fulltrúum sýslumanns gögnin sem fréttirnar byggja á.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×