Innlent

Fimm dómarar í Baugsmáli

Saksóknari efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóri kærði úrskurð héraðsdóms og mun Hæstiréttur dæma um hvort hann hafi verið réttmætur, eða hvort héraðsdómi beri að taka málið fyrir. Dómarar í málinu eru: Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Gunnlaugur Claessen og Ingibjög Benediktsdóttir. Að sögn Þorsteins A. Jónssonar, skrifstofustjóra Hæstaréttar liggur ekkert fyrir um hvenær dómur Hæstaréttar fellur. Hann segir að Hæstiréttur hafi þrjár vikur til að fella dóm frá því gögn bárust, en það var síðastliðinn föstudag. Hæstaréttalögmenn sem Fréttablaðið ræddi við búiast ekki við því að Hæstiréttur fullnýti sér þann tíma, heldur felli dóm innan skamms.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×