Innlent

Óvíst um fjölda dómara

Ekki liggur fyrir hverjir eða hversu margir munu skipa Hæstarétt þegar hann tekur afstöðu til úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá ákæru í Baugsmálinu. Ákæruvaldið kærði úrskurðinn til Hæstaréttar í síðustu viku og hafa öll málsgögn borist réttinum. Í kærumálum eru yfirleitt þrír dómarar í Hæstarétti en fimm þegar um áfrýjunarmál er að ræða. Sumir telja þó allt eins líklegt að fimm muni skipa dóminn að þessu sinni þar sem þrír dómarar skipuðu héraðsdóm, þó aðeins einn þeirra hafi kveðið upp úrskurðinn.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×