Innlent

Vill opinbera rannsókn á Baugsmáli

MYND/Vísir
Margrét Frímannsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, vill opinbera rannsókn á Baugsmálinu. Hún segir frávísun Héraðsdóms á ákærunni í málinu og fréttir síðustu daga um bréfaskipti áhrifamanna hafa skapað efasemdir meðal almennings um heilindi valda- og áhrifamanna sem verði vart eytt nema með rannsókn. Margrét vill láta rannsaka aðdraganda þess, rannsókn og ákæru Ríkislögreglustjóra sem Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá dómi og hvernig tölvupóstur fólks kemst í fjölmiðla í gegnum annað fólk. Hún segir annaðhvort hægt að skipa rannsóknarnefnd eða fá einhvern einstakling til að bera ábyrgð á rannsókninni. Hún segir að þar gæti til dæmis verið um fyrrverandi dómara að ræða.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×