Innlent

Ræddi við Ingibjörgu og Stefán Jón

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, staðfesti við fréttastofuna í dag að Jónína Benediktsdóttir hafi sagt sér miður fagrar sögur af forsvarsmönnum Baugs, líkt og Jónína greindi frá í hádegisfréttum Bylgjunnar, og að Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi hafi einnig verið viðstaddur. Ingibjörg segist hins vegar ekki muna hvenær þetta hafi verið, né talið sig hafa neinar forsendur til að meta sannleiksgildi þessara sagna. Hún segir Jónínu ekki hafa legið á þessari skoðun sinni og það sé því ekki einkennilegt að hún hafi orðað þessi mál við Styrmi Gunnarsson ritstjóra Morgunblaðsins. Munurinn sé hins vegar sá að hann hafi blandað sér í málin. Það hafi hún sjálf ekki gert enda ekki talið að stjórnmálamenn ættu að gera það. Í sama streng tók Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttastjóri Stöðvar 2 sem Jónína kvaðst einnig hafa rætt við um málið á sínum tíma, en hann sagðist ekki tjá sig um einkafundi - aðalatriðið væri að hann hefði ekki reynt að hafa áhrif á atburðarás málsins. Nánar verður fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×