Erlent

Könnuðu aðstæður 2 vikum áður

Breska lögreglan birti í morgun myndir úr eftirlitsmyndavélum sem sýna þrjá þeirra sem grunaðir eru um hryðjuverkaárásirnar mannskæðu í Lundúnum sjöunda júlí vera að kanna aðstæður í neðanjarðarlestakerfi borgarinnar. Myndirnar voru teknar tæpum tveimur vikum áður en árásirnar voru gerðar. Mennirnir sjást fara um borð í lest á Luton-lestarstöðinni og stíga út á stöðvarpallinn á King Cross lestarstöðinni.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×