Innlent

Um 24 lög í forkeppni Eurovision

Sjónvarpið stefnir að því að 24 lög taki þátt í forkeppni fyrir Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á næsta ári. Jóhanna Jóhannsdóttir, aðstoðardeildarstjóri í innlendri dagskrárdeild hjá Ríkisútvarpinu, segir ekki fullmótað með hvaða hætti keppnin verði. "Við höfum mest verið með fimmtán lög en erum að skoða að halda stærri keppni. Það er meðal annars vegna þess að á næsta ári á Sjónvarpið fjörutíu ára afmæli." Jóhanna segir öll lögin verða flutt á íslensku í forkeppninni. Höfundar vinningslagsins geti síðan valið á hvaða tungumálið lagið verði sungið í sjálfri Eurovision-keppninni sem verður í Aþenu í Grikklandi. Á erlendri áhugasíðu um Eurovision er haft eftir Jóhönnu að fyrirhugað sé að lögin verði kynnt á þremur laugardagskvöldum. Kosið verði í gegnum síma milli laganna. Minnst fjögur hlutskörpustu hvert kvöld komist í úrslit. Lokakeppnin verði annað hvort 4. eða 11. febrúar á næsta ári. Jóhanna segir tilhögun forkeppninnar ekki hafa verið endanlega ákveðna, en hún skýrist fljótlega.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×