Sport

Tindastóll féll úr 2. deild

Tindastóll féll í gær úr 2. deild eftir 1-2 ósigur gegn Leiftri/Dalvík sem þegar var fallið. Reynir Sandgerði og Sindri Hornafirði taka sæti þeirra í 2. deild en Reynir tryggði sér sigur í 3. deild með því að vinna Sindra 4-1 í gær. Í aukakeppni um sæti í Landsbankadeild kvenna sigraði FH Þór/KA/KS 4-1 í fyrri leik liðanna. Liðin eigast við í seinni leiknum á Akureyri á fimmtudag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×