Sport

Pétur sigraði á Hálandaleikunum

Fyrrum kúluvarparinn Pétur Guðmundsson sigraði glæsilega á Hálandaleikunum sem fram fóru á Akranesi í blíðskaparveðri í dag. Auðunn Jónsson hafnaði í öðru sæti og Sæmundur Sæmundsson kom þriðji. Pétur sigraði meðal annars í steinakastinu, enda á hann Íslandsmet í kúluvarpi sem seint verður slegið. Auðunn hefur verið ósigrandi í staurakastinu undanfarin ár og á því varð engin breyting í dag.  Sæmundur Sæmundsson varð hlutskarpastur í sleggjukastinu, en Kristinn Óskar Haraldsson sigraði nokkuð óvænt í lóðakasti yfir rá, þegar hann kastaði yfir 16 fet og var í góðu stuði þrátt fyrir að hafa lítið sem ekkert æft fyrir mótið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×