Sport

Heimaleikjabann vegna kynþáttaníðs

Knattspyrnusamband Evrópu dæmdi í gær rúmenska liðið Steaua Búkarest í heimaleikjabann vegna kynþáttaníðs stuðningsmanna liðsins. Í leik í Búkarest gegn Shelbourne frá Írlandi hæddust stuðningsmenn rúmenska liðsins að tveimur þeldökkum leikmönnum írska liðsins. Samkvæmt dómi Evrópuknattspyrnusambandsins þarf Steaua að spila viðureignina við Árna Gaut Arason og félaga í Våleringa í 250 kílómetra fjarlægð frá Búkarest og greiða auk þess eina og hálfa milljón króna í sekt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×