Sport

Óskar Alonso til hamingju

Heimsmeistarinn Michael Schumacher hjá Ferrari hefur óskað Spánverjanum Fernando Alonso til hamingju með titil ökumanna, þrátt fyrir að enn séu nokkrar keppnir eftir af tímabilinu. "Það þarf engann snilling til að sjá að titillinn er hans og það þarf eitthvað meira en kraftaverk til að hann missi af honum. Kimi Raikkönen er að aka vel, en það er ekki nóg, munurinn er allt of mikill," sagði Þjóðverjinn, sem hefur átt mjög erfitt tímabil. Ferrari bíllinn hefur verið óvenju slakur í ár og ekki laust við að heimsmeistarinn sé hálf daufur í dálkinn þessa dagana.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×