Sport

De la Rosa frábær á Monza

Pedro de la Rosa, tilraunaökumaður McLaren-liðsins ók hraðast allar á æfingu á Monza-brautinni á Ítalíu en þar fer fram keppni í Formúlu 1 um helgina. Tími hans í dag var sekúndu betri en brautarmetið sem Rubins Barrichello setti í keppninni þar í fyrra. Mark Webber varð annar í dag - 1,4 sekúndu á eftir de la Rosa. Keppnisökumenn McLaren, þeir Kimi Räikkönen og Juan Pablo Montoya áttu þriðja og fjórða besta tíma dagins en þeir Fernando Alonso og Jenson Button voru meðal þeirra átta sem ákváðu að spara vélarnar í dag fyrir keppni helgarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×