Sport

Roddick úr leik

Óvænt úrslit urðu á opna Bandaríska meistaramótinu í tennis í gærkvöldi þegar Bandaríkjamaðurinn Andy Roddick féll úr keppni í fyrstu umferðinni.  Roddick beið lægri hlut fyrir Gilles Muller frá Lúxemborg.  Muller vann þrjár lotur allar 7-6.  Roddick sigraði á opna Bandaríska mótinu fyrir tveimur árum.  Seint verður sagt að Roddick hafi fengið góða afmælisgjöf, hann hélt uppá 23 ára afmæli sitt í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×