Erlent

Fórnarlamba minnst

Fyrsti varanlegi minnisvarðinn um fórnarlömb hryðjuverkaárásanna í Lundúnum í síðasta mánuði var afhjúpaður við látlausa athöfn síðdegis. Minnisvarðinn er einfaldur skjöldur í garði skammt frá Thames, en í þessum garði varð til einskonar bráðabirgðaminnisvarði strax í kjölfar hryðjuverkanna. Þúsundir lögðu þar blóm og smámuni til að votta virðingu sína.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×