Sport

Liverpool náði ofurbikarinn

Liverpool tryggði sér ofurbikar Evrópu, Super Cup, í þriðja skipti eftir sigur á CSKA Moskvu, 3-1, í Mónakó í gærkvöldi í árlegur leik meistara Evrópumótanna í knattspyrnu. Rússarnir komust yfir í fyrri hálfleik með marki Daniels Carvalho. Djibril Cisse jafnaði metin á 82.mínútu nýkominn inn á sem varamaður. Framlengja þurfti leikinn og þar skoraði Cisse aftur og lagði upp mark fyrir Luis Garcia. Cisse var valinn maður leiksins en framtíð hans hjá Liverpool er óljós vegna hugsanlegrar endurkomu Michael Owens frá Real Madrid. Talið er jafnvel að Owen komi fljótlega eftir helgi og að samkomulag um kaupverð, um tíu milljónir punda, liggi fyrir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×