Sport

Víkingur og Fjölnir saman

Víkingur og Fjölnir tefla fram sameiginlegu liði í meistaraflokki karla í handknattleik á komandi keppnistímabili en frá þessu var gengið í gærkvöldi. Gunnar Magnússon mun þjálfa liðið en hann hefur þjálfað Víking undanfarin ár. Dregið var um nafn á liðinu og mun það heita Víkingur/Fjölnir. Leikið verður í íþróttahúsi Fjölnis í Grafarvoginum til áramóta og það síðan endurskoðað. Að sögn formanns handknattleiksdeildar Fjölnis, Kjartans Björnssonar þá verður þetta samstarf reynt í eitt ár. Leikmannahópur hins nýja liðs samanstendur af u.þ.b. 20 leikmönnum en útlendingur er í sigtinu og samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá er það Georgíumaður. 14 lið hefja því leik á Íslandsmótinu 21.september næstkomandi í stað 15.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×