Sport

Dagný Linda fær nýjan þjálfara

Skíðakonan Dagný Linda Kristjánsdóttir frá Akureyri hefur fengið nýjan þjálfara. Hann heitir Dejan Poljansek og er frá Slóveníu. Hann hefur þjálfað Heimsbikarlið Slóvena í karla og kvennaflokki frá árinu 1986 ásamt því að þjálfa hinn þekkta skíðamann Jure Kosir. Dagný Linda undirbýr sig af kappi fyrir Vetrarólympíuleikana í Tórinó á Ítalíu í janúar á næsta ári. Hún átti við erfið hnémeiðsli að stríða en hefur náð sér að fullu.Dagný Linda hefur unnið til fjölda verðlauna á íslandi, tvívegis keppt á heimsmeistarmóti 2001 og 2003, og í Heimsbikarnum. Þá keppti hún á síðustu Vetrarólympíuleikum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×