Sport

Bergur bætti eigin Íslandsmet

FH-ingurinn Bergur Ingi Pétursson bætti Íslandsmet sín í tveimur flokkum (19-20 ára og 21-22 ára) í sleggjukasti um 1,18 metra og var aðeins 30 sentimetra frá íslandsmetinu í karlaflokki en það er í eigu Guðmundar Karlssonar, Bergur Ingi kastaði 65,98 metra á Meistaramóti Íslands 15-22 ára sem fram fór á Sauðárkróki um helgina. ÍR sigraði örugglega í heildarstigakeppni mótsins með 316 stig en FH var í öðru sæti með 195.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×