Sport

Búið að velja búlgarska liðið

Þjálfari Búlgarska landsliðsins í knattspyrnu, Hristo Stoichkov, hefur valið 20 leikmenn fyrir landsleikina gegn Svíum og Íslendingum í undankeppni heimsmeistaramótsins. Átta leikmenn leika utan Búlgara og þeirra þekktastir eru án efa Stilian Petrov hjá Glasgow Celtic og Dimitar Berbatov hjá Bayer Leverkusen. Búlgarar eru með átta stig í fjórða sæti riðilsins. Þeir unnu 3-1 sigur á Tyrkjum í æfingaleik á dögunum þar sem Berbatov skoraði tvívegis. Íslenski landsliðshópurinn verður tilkynntur eftir nokkra daga en við leikum gegn Króötum á Laugardalsvellinum 3.september og gegn Búlgörum ytra fjórum dögum síðar en sá leikur verður sýndur beint á Sýn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×