Sport

Sigurður og Ísak juku forystu sína

Sigurður Bragi Guðmundsson og Ísak Guðjónsson juku í morgun forystu sína í 22. Reykjavíkurrallinu. Forysta þeirra á þá Guðmund Guðmundsson og Jón Bergsson var eftir tvær sérleiðir í morgun 5 mínútur og 18 sekúndur. Þeir Sigurður Bragi og Ísak voru hálfri mínútu á undan þeim að aka Uxahryggjaleið og náðu síðan tveimur og hálfri mínútu á þá Guðmund og Jón á Kaldadal. Í þriðja sæti eftir tvær sérleiðir í morgun eru þeir Sigurður Óli Gunnarsson og Guðmundur Orri McKinstry en þeir eru 11 mínútum og 48 sekúndum á eftir bílnum í öðru sæti. Í jeppaflokki heldur Alan Paramore áfram öruggri forystu og er 5 mínútum og 16 sekúndum á undan Rob Harford. Í þriðja sæti er Íslandsvinurinn Ian Sykes ásamt eiginkonu sinni. Þau taka nú þátt í Reykjavíkurrallinu í sjötta sinn og halda um helgina upp á brúðkaupsafmæli sitt. Rallinu lýkur síðdegis í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×