Sport

Ísland 41 - Kongó 15 í handbolta

Íslenska unglingalandsliðið í handknattleik skipað leikmönnum 21. árs og yngri vann Kongó 41 - 15 í fysta leik liðsins á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Ungverjalandi. Staðan í hálfleik var  20 - 7  Íslendingum í vil. Ernir Hrafn Arnarson var markahæstur í íslenska liðinu með 8. mörk , Árni Þór Sigtryggsson skoraði 7 og þeir Arnór Atlason og Ásgeir Örn Hallgrímsson sex mörk hvor. Íslendingar mæta Chile mönnum í dag. Þjóðverjar lögðu Spánverja , 34 - 32 , í hörkuleik , en þessi lið leika í sama riðli og Íslendingar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×