Erlent

Ákærður fyrir tilræðin 21.júlí

Bresk yfirvöld hafa ákært Yasin Omar, einn fjórmenninganna sem stóðu að misheppnuðum sprengjutilræðum í þremur jarðlestum og strætisvagni í Lundúnum þann 21. júlí síðastliðinn. Omar var handtekinn viku eftir árásirnar í Birmingham og er sá fyrsti af mönnunum fjórum sem ákærður er fyrir tilræðin. Athygli vekur að hann er ekki ákærður samkvæmt hryðjuverkalögum sem samþykkt voru árið 2000 í Bretlandi heldur fyrir samsæri um að myrða fólk og fyrir að hafa sprengiefni í fórum sínum. Hins vegar voru þrír menn ákærðir í gær samkvæmt hryðjuverkalögunum fyrir aðild að tilræðunum misheppnuðu og hafa þá alls sex sætt ákæru vegna þeirra.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×