Erlent

Ekkert gerðist í London

Taugatitringurinn var mikill á götum Lundúna í morgun þegar borgarbúar héldu til vinnu. Ástæðan var sú að öryggisyfirvöld óttuðust hryðjuverkaárásir, mánuði eftir að fimmtíu og tveir voru drepnir í árásum í borginni. Ekkert gerðist en viðbúnaðurinn var gríðarlegur: Þúsundir lögreglumanna voru á götum úti, gráir fyrir járnum, og leyniskyttur komu sér fyrir á húsþökum víða um borgina.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×