Erlent

London vöktuð

Sex þúsund lögreglumenn, gráir fyrir járnum, vakta í dag öll helstu samgöngumannvirki London. Í dag eru nákvæmlega fjórar vikur síðan meira en fimmtíu manns létust í árásum á borgina og tvær vikur síðan gerð var misheppnuð árás sem svipaði mjög til þeirrar fyrri. Mjög er óttast að enn verði gerðar árásir á London í dag og lögregluyfirvöld hafa gengið svo langt að sækja lögreglumenn á eftirlaunum til starfa á nýjan leik á meðan mesti öryggisviðbúnaðurinn stendur yfir. Þá verða leyniskyttur á víð og dreif um borgina, vopnaðar byssum sem draga meira en einn og hálfan kílómetra, og eins verða vopnaðar bifreiðar til taks ef árás verður gerð. Í morgun voru allar neðanjarðarlestarstöðvar í London opnar í fyrsta skipti síðan sjöunda júlí, þegar fyrri árásarhrinan átti sér stað.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×