Erlent

Lundúnabúar taka fram reiðhjólin

Árásirnar í Lundúnum hafa margvíslegar afleiðingar. Meðal þess sem breyst hefur eru ferðavenjur borgarbúa. Hryðjuverkin hafa sett töluverðan skrekk í marga Lundúnabúa og sumir eru lítt hrifnir af því að nota almenningssamgöngur í kjölfarið. Sumir taka leigubíla, en það kostar sitt. Þá er ekki um margt að ræða fyrir þá sem þurfa að komast leiðar sinnar. Þeir verða að kaupa sér bíl, eða, eins og margur hefur gert: kaupa sér hjól.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×