Erlent

Lítið um afpantanir til London

Eftirspurn eftir flugi til London hefur minnkað sáralítið og nánast ekkert hefur verið um að fólk afpanti ferðir sínar þangað, að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair. "Nei, það er sáralítið og nánast ekki neitt sem fólk afpantar ferðir þangað. Í stórum dráttum virðist þetta ekki hafa nein áhrif á okkar bókanir og kemur það manni í sjálfu sér ekkert á óvart. Þetta er eins og með stjórnvöld og íbúa í London að þau virðast haga sér með sama hætti og áður og láta eins og ekkert hafi í skorist," segir Guðjón. Að hans sögn var hægt að afpanta flug til London án breytingargjalds þangað til í gær. "Við opnuðum fyrir breytingar strax eftir atvikin í London. Fólk hafði þarna því nokkra daga til þess að afpanta en eins og ég segi nýttu sér fáir þann möguleika, ólíkt því þegar hryðjuverkin dundu á New York-búum um árið. Það er varla hægt að bera þetta tvennt saman og þá var að sjálfsögðu lokað fyrir allt flug í tvo sólarhringa og eftirspurnin eftir flugi til Bandaríkjanna nánast hrundi. Þetta er tvennt ólíkt."


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×