Erlent

Lögreglan heldur vinnureglum

Breska lögreglan hefur harmað að saklaus maður skyldi skotinn til bana, í Lundúnum, síðastliðinn föstudag. Lögreglustjóri höfuðborgarinnar segir að lögreglan muni samt halda áfram að skjóta til þess að drepa, ef þörf krefji. Maðurinn sem var skotinn til bana á Stockwell járnbrautarstöðinni var tuttugu og sjö ára gamall rafvirki, frá Brasilíu. Ekki hefur fengist nein skýring á því af hverju hann reyndi að flýja undan lögreglunni, en Sir Ian Blair, lögreglustjóri Lundúna sagði, í fréttaviðtali, í dag að lögreglan sé nú viss um að hann hafi ekki tengst hryðjuverkaárásunum í borginni, á nokkrun hátt. Hann sagði að lögreglan harmaði mjög þennan atburð, en að hann verði ekki til þess að vinnureglum verði breytt. Lögreglan muni áfram skjóta til þess að drepa, ef hún telji sig eiga í höggi við sprengjumorðingja. Sir Ian sagði að þetta væri ekki bara stefna sem gilti fyrir lögregluna í Lundúnum, heldur gilti hún fyrir alla lögregluþjóna í öllu landinu.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×