Erlent

Sprengjunum ætlað að drepa

Sprengjunum á London í gær var ætlað að drepa, segir Ian Blair, lögreglustjóri borgarinnar.  Tilræðið í gær mistókst og telja sprengjusérfræðingar að tvær af sprengjunum fjórum hafi ekki sprungið. Engan sakaði, en einn var fluttur á sjúkrahús með asthma kast. Einn maður er í haldi lögreglu vegna árásanna, en öðrum sem handtekinn var í gær, hefur verið sleppt. Allsherjar leit að ódæðismönnunum er hafin og réttarlæknar hafa verið á vettvangi síðan í gær, til að skoða fingraför og annað sem gæti leitt lögreglu á slóð hinna seku. Bresku blöðin í dag tala um happadaginn og segja það ótrúlega mildi að enginn hafi slasast í gær. Hins vegar varpi það skugga á gleðina að tilræðismennirnir gangi ennþá lausir. Neðanjarðarlestakerfið í London gengur sinn vanagang nú í morgunsárið, en viðbrögð íbúanna við atburðum gærdagsins eru misjöfn. Sumir láta þá ekki hagga sér hið minnsta, en aðrir segjast ætla að reyna að komast hjá því að nota almenningssamgöngur á næstunni.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×