Erlent

Árásirnar eiga að skelfa fólk

Tony Blair sagðist eftir sprengingarnar í gær vonast til að lífið í Lundúnum kæmist fljótlega í samt lag á ný. Lögregla handtók mann í námunda við Downing-stræti 10, rétt fyrir blaðamannafund Blair. "Við megum ekki gera lítið úr atvikum sem þessum vegna þess að þau eru alvarleg," sagði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, á blaðamannafundi síðdegis í gær. Með honum var John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, sem er í opinberri heimsókn í Bretlandi. "Við vitum hvers vegna þessi tilræði eru framin, þeim er ætlað að hræða fólk og gera það óttaslegið og áhyggjufullt. Við verðum hins vegar að láta lífið hafa sinn gang og halda ró okkar." Fyrir um daginn hafði ríkisstjórnin haldið neyðarfund þar sem tilræðin voru rædd. Blair sagði að engar sérstakar ákvarðanir hefðu verið teknar. Áður en blaðamannafundurinn hófst handtók lögregla mann sem hún taldi grunsamlegan fyrir utan hlið Downing-strætis. Ekki er vitað hvort hann tengdist árásunum fyrr um daginn.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×