Erlent

Kemst ekki í íbúðina sína

"Ég er eiginlega stressaðri núna heldur en fyrir tveimur vikum því þá vissi ég ekkert hvað var að gerast. Nú fór ég hins vegar strax að hugsa um um 7. júlí," segir Ragnhildur Bjarnadóttir, íbúi í Lundúnum. Fjögur sprengjutilræði voru framin í borginni í gær, tveimur vikum eftir hryðjuverkin mannskæðu. Að þessu sinni var þó manntjón óverulegt. Húsinu sem Ragnhildur á heima í hefur verið lokað um óákveðinn tíma því það er beint fyrir ofan neðanjarðarlestarstöðina við Warren Street þar sem ein sprengjan sprakk. Hún segir tilræðin koma á þeim tíma þegar fólk er loks að jafna sig eftir árásirnar 7. júlí, nú eru flestir komnir aftur á byrjunarreit.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×