Erlent

Lestarstöðvar í Lundúnum rýmdar

Neðanjarðarlestarstöð í Lundúnum var rýmd rétt í þessu og má sjá reyk leggja frá lest, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu í borginni. SKY greinir nú frá því að röð atvika hafi átt sér stað í borginni á síðustu mínútum en ekki er ljóst hvað gerðist.  Sjónarvottur greinir frá því að sprenging hafi orðið í bakpoka hjá manni í einum neðanjarðarlestarvagninum en hún er sögð hafa orðið minniháttar. Maðurinn með bakpokann á að hafa blótað hraustlega í kjölfarið.  SKY greinir frá „atvikum“ eins og það er kallað við Warrington-stöðina, Oval-stöðina og Shephard´s Bush. Þær hafa allar verið rýmdar og munu lögregla og sjúkrabílar hafa verið sendir á staðinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×