Erlent

Þögn í London

Tveggja mínútna þögn var í Bretlandi á hádegi í dag eða 11 að íslenskum tíma til að minnast þeirra sem létust í sprengjuárásunum í London. Stöðvuðust meðal annars strætisvagnar og leigubílar um stund og gangandi vegfarendur stóðu kyrrir. Neðanjarðarlestir héldu þó áfram ferð sinni en fólk var beðið um að hafa hljótt á meðan. Þá voru engar lendingar eða flugtök voru frá Heathrow flugvelli eða Gatwick. Víða annars staðar í Evrópu var vinna stöðvuð í virðingarskyni við þá sem létust í sprengingunum en Kauphöll Íslands ákvað í samræmi við ákvörðun annarra kauphalla í Evrópu að hafa tveggja mínútna þögn í viðskiptakerfinu í dag. Þögnin hófst klukkan 11, á sama tíma og í hinum kauphöllunum. Lögreglan í Bretlandi vinnur nú að því að finna höfuðpaurinn og efnafræðinginn, sem taldir eru vera skipuleggjendur að árásunum, en ekki hefur verið gefið upp hvar líklegt sé að þeir haldi sig.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×