Erlent

Tveggja manna leitað í Bretlandi

Lögreglan í Bretlandi leitar nú tveggja manna í tengslum við sprengjuárásirnar í Lundúnum fyrir viku. Annar maðurinn er nefndur höfuðpaurinn og hinn efnafræðingurinn en talið er að báðir séu löngu farnir úr landi. Tveggja mínútna þögn verður víða í Evrópu klukkan 11 að íslenskum tíma í dag til að minnast þeirra sem létust í sprengjuárásunum en strætisvagnar og leigubílar stöðvaðir. Neðanjarðarlestir munu halda áfram ferð sinni en tilkynnt verður um þagnarstundina. Þá er fólk hvatt til að standa utan við hús sín og vinnustaði.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×