Erlent

Þögn í Evrópu

Borgarstjóri Lundúna, Ken Livingstone, hefur beðið um tveggja mínútna þögn í dag til að minnast fórnarlambanna sem létust í hryðjuverkaárásnum í London fyrir viku. Þagnarstundin verður klukkan 11 að íslenskum tíma. Tveggja mínútna þögn verður í Bretlandi og í hinum 24 ríkjum Evrópusambandsins en starfssemi allra fyrirtækja og stofnana í Bretlandi verður stöðvuð. Þá munu almenningssamgöngur einnig stöðvast að mestu en neðanjarðarlestir munu þó halda áfram en fólk verður hvatt til að hafa þögn. Engar flugvélar munu lenda eða taka á loft á Heathrow eða Gatwick flugvelli á meðan.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×