Erlent

Líklega sjálfsmorðsárásir

Breska lögreglan rannsakar nú hvort fjórir meintir sjálfsmorðsárásarmenn hafi verið meðal þeirra látnu í hryðjuverkaárásunum í Lundúnum. Í gærkvöld sagðist hún hafa sannanir fyrir því að í það minnsta einn sprengjumaður hafi látist og verið væri að kanna hvort svo hefði verið um þá alla. Á upptökum úr öryggismyndavélum sáust fjórir meintir árásarmenn mæta á King´s Cross lestarstöðina klukkan 8.30 á fimmtudagsmorgun, um tuttugu mínútum áður en sprengingarnar urðu. Þrír þeirra eru frá Vestur-Yorkshire-svæðinu þar sem margir múslimar búa. Lögreglan sagðist hafa sterkar réttarlæknisfræðilegar sannanir fyrir því að einn þeirra hefði látist í lestarsprengingunni sem varð milli Aldgate og Liverpool lestarstöðvanna. Þá tilkynnti fjölskylda eins fjórmenninganna um hvarf hans til lögreglu kvöldið sem árásirnar urðu og hafa eigur hans fundist í braki strætisvagnsins. Ekki er þó talið ómögulegt að þeim árásarmannanna hafi mistekist að koma sprengjunni af sér í lest og hann hafi sprengt hana og sjálfan sig í strætisvagninum fyrir mistök.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×